top of page

Öryggi 

Áreiðanleiki

Rekjanleiki

Heim

Sagan 

UteamUP var stofnað við Háskólann í Reykjavík með þá hugmynd að sameina fólk og styrkja teymi til að ná framúrskarandi árangri í viðhaldi og viðhaldsþjónustu. Það sem hófst sem einfalt námsverkefni þróaðist hratt í fyrirtæki með skýra sýn: að bæta og einfalda teymisvinnu í viðhaldi.

​

UteamUP sérhæfir sig í hugbúnaði sem heldur utan um viðhald og fyrirbyggjandi viðhald. Með nýjustu tækni styðjum við viðhaldsteymi og fyrirtæki til að fyrirbyggja bilanir og tryggja áreiðanleika búnaðar og eigna. Með okkar lausnum erum við að setja viðhaldsteymi í fyrsta sæti.

​

Við byggjum á okkar gildum: Öryggi, Áreiðanleiki og Rekjanleiki. Hvort sem þú ert lítið teymi eða stórt fyrirtæki, erum við hér til að styðja þig í að ná árangri.

​

​

Sagan

Okkar sýn

Hjá UteamUP setjum við viðhaldsfólkið í fyrsta sæti. Markmið okkar er að tryggja að allar upplýsingar – verkbeiðnir, teikningar og varahlutir – séu við höndina þegar þeirra er þörf. Með nútímatækni stuðlum við að skilvirkara og öruggara vinnulagi.

​

Við leggjum áherslu á að auka áreiðanleika og rekjanleika í viðhaldsferlinu með því að veita réttar upplýsingar fyrir, á meðan og eftir verkið. Með því að tryggja öryggi og rétta upplýsingaflæði getum við dregið úr niðurtíma og hámarkað afköst.

​

UteamUP appið veitir rauntímagögn og gagnadrifnar lausnir sem styðja við upplýstar ákvarðanir í viðhaldi. Við erum stolt af því að styðja við heimsmarkmiðin með því að draga úr sóun og auka sjálfbærni í viðhaldsstörfum.

Man Welding
ATTORNEYS

Starfsmenn 

Burrell.png

Christian F.Burrell

Framkvæmdastjóri

gísli.png

Gísli Guðmundsson

Tæknistjóri

​

sli@uteamup.com

Back to Top

BACK TO TOP

bottom of page