Fréttir

Mars 2021

UteamUP hópnum hefur nú bæst góður liðsauki.  Okkur til aðstoðar er kominn Árni Gunnar Ragnarsson sem mun koma að þróun og forritun á framendum fyrir hugbúnaðinn UteamUP Horizon. Við félagarnir í UteamUP erum mjög ánægðir með að samstarfið við Árna Gunnar og erum spenntir fyrir komandi mánuðum í verkefninu. Árni Gunnar Ragnarsson hefur mikla reynslu af þróun hugbúnaðarlausna og meðal annars starfað fyrir Origo sem tækni- og þróunarstjóri.

Janúar 2021

Prófunum á NFC flögum lýkur hjá Arnarlaxi en hefjast hjá Íslenska Kalkþörungafélaginu á Bíldudal. Niðurstaða prófunar á NFC flögum leiðir í ljós að sápur, sýrur og klór höfðu ekki áhrif á virkni NFC flaga. Hjá Íslenska Kalkþörungafélaginu eru umhverfisþættirnir ryk, hiti og vélatritringur sem mun reyna á NFC flögurnar.

1199239.jpg

Mynd fengin af mbl.is

Nóvember 2020

NFC flögur settar upp í vinnslu Arnarlax til þess að prófa þol þeirra gagnvart umhverfisáhrifum. 

Ágúst 2020

UteamUp hefur samstarf við Arnarlax þar sem hugbúnaðurinn verður prófaður í fyllingu tímans. Bæði munu starfsmenn Arnarlax prófa Alpha útgáfu hugbúnaðarins eða fyrri prufuútgáfu. Einnig munu starfsmenn Arnarlax koma að prófunum þegar Beta útgáfan lítur dagsins ljós en þá verður hugbúnaðurinn prófaður í raunverulegri vinnslu með raunverulegum tækjum og viðhaldsverkum.