Fréttir
Janúar 2021
Prófunum á NFC flögum lýkur hjá Arnarlaxi en hefjast hjá Íslenska Kalkþörungafélaginu á Bíldudal. Niðurstaða prófunar á NFC flögum leiðir í ljós að sápur, sýrur og klór höfðu ekki áhrif á virkni NFC flaga. Hjá Íslenska Kalkþörungafélaginu eru umhverfisþættirnir ryk, hiti og vélatritringur sem mun reyna á NFC flögurnar.

Mynd fengin af mbl.is
Nóvember 2020
NFC flögur settar upp í vinnslu Arnarlax til þess að prófa þol þeirra gagnvart umhverfisáhrifum.
Ágúst 2020
UteamUp hefur samstarf við Arnarlax þar sem hugbúnaðurinn verður prófaður í fyllingu tímans. Bæði munu starfsmenn Arnarlax prófa Alpha útgáfu hugbúnaðarins eða fyrri prufuútgáfu. Einnig munu starfsmenn Arnarlax koma að prófunum þegar Beta útgáfan lítur dagsins ljós en þá verður hugbúnaðurinn prófaður í raunverulegri vinnslu með raunverulegum tækjum og viðhaldsverkum.