Hugmynd Varð til

Upphafið að hugmyndinni var í raun stórkostleg tilviljun. Hún var sú að í janúar árið 2020 settumst við Þorkell Arnarsson, Christian F. Burrell og Jóhann Pétur Pétursson hlið við hlið í tíma í áfanganum “Nýsköpun og stofnun fyrirtækja” í Háskólanum í Reykjavík. Í þessum tíma voru 9 nemendur og hópaskiptinginn var einföld, þeir þrír sem sátu saman mynduðu hóp. Það var sú tilviljun sem leiddi af sér okkar hóp. 

Önnur ótrúleg tilviljun var að í febrúar sama ár, eftir einn fund út af þessu “skólaverkefni” þá bættist okkur liðsauki. Kennarinn var með einn nemanda sem að þurfti að taka þennan áfanga, var utan hóps en  ekki alveg með dagskólahópunum. Frá þeim fundi höfum við verið eiginlega fullskipaðir með Gísla Guðmundsson í hópnum. 

Fyrsti fundurinn var haldin um miðjan Janúar 2020. Þar hittumst við þrír sem vorum þá í hópnum og verkefni fundarins var einfalt að koma með hugmynd. Á þessum fundi komu alls kyns hugmyndir og hvíta taflan í fundarherbeginu var þétt skrifuð. Stundum fær fólk hugmyndir en stundum, endrum og eins kemur það fyrir að hugmyndir eignast fólkið. Þannig lýsum við hugmyndinni að UteamUP Horizon viðhaldsforritinu. Við þrír, Þorkell, Christian og Jóhann deildum hugmyndum okkar um viðhaldsforrit. Við nýttum okkur bakgrunn okkar sem tæknimenn, verkefnastjóri í Matvælaiðnaði og sem vélstjórar og þetta ákváðum við að okkur langaði til að gera. 

Þegar við fengum svo tölvuforritara í hópinn þá varð hugmyndinn enn stærri. Síðan þá höfum við farið í gegnum að skila einu skólaverkefni og ná eins langt og hægt var með því. Af um fimmtíu hópum í Háskólanum í Reykjavík í áfanganum „Nýsköpun og stofnun fyrirtækja“ og ríflega 150 nemendum urðu við með hugmyndina að UteamUP Horizon í fjórða sæti. Samkeppnin var hörð og því vorum við mjög glaðir með okkar. Stuttu seinna fengum við viljayfirlýsingu frá erlendu hugbúnaðarfyrirtæki um samstarf og þá má í raun segja að verkefnið hafi verið komið með fljúgandi start. Mörg sprotafyrirtæki hafa byrjað með miklu minna en við. Sumarið höfum við nýtt til þess að búa til grunnútgáfu af forritinu, forritað bakgrunninn og vinnum af því að afla verkefninu styrkja og fjárfestinga. Í nóvember er svo áætlað að hefja notendaprófanir á grunnútgáfu forritsins hjá fyrirtæki á Íslandi sem er í matvælavinnslu.