Um Okkur

Gísli Guðmundsson er með diplóma í tölvunarfræði frá Rafiðnaðarskólanum og er auk þess Microsoft Certified Systems Engineer. Gísli hefur auk þess fengið viðurkenningu frá Microsoft sem Microsoft Most Valuable Professional. Gísli starfaði hjá Advania í 18 ár sem kerfisstjóri, forritari, þróunarstjóri, tæknistjóri, deildarstjóri og að lokum sem kerfis- og arkitektasérfræðingur. Nú starfar Gísli hjá Crayon á Íslandi sem hugbúnaðararkitekt.  

Christian F. Burrell hefur unnið hjá Marel síðastliðin 18 ár sem rennismiður, vélahönnuður, söluhönnuður og síðustu 5 ár sem verkefnastjóri í alifugladeild á alþjóðavísu. Hann hefur auk þess unnið hjá Baader á Íslandi, Skaganum og Landssmiðjunni. Christian er með sveinspróf í rennismíði, með lögverndaða starfsheitið iðnfræðingur, hefur lokið námi í verkefnastjórnun og með IPMA vottun frá Háskólanum í Reykjavík. Christian hefur komið að uppsetningum á vélbúnaði frá Marel út um allan heim og hefur víðtæka reynslu af verksmiðjum í matvælaiðnaði

Þorkell Arnarson er menntaður vélfræðingur frá Vélskóla Íslands og véliðnfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Þorkell hefur unnið sem vélfræðingur á frystistogurum í yfir 20 ár. Í slíku starfi hefur hann unnið mjög mikið með viðhaldskerfi og séð hversu mikið þau staðna og fylgja ekki þróun tímans.  

Jóhann Pétur Pétursson útskrifaðist sem vélfræðingur frá Verkmenntaskólanum á Akureyri og sem véliðnfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík. Hann hefur komið víða við, m.a. unnið sem vélfræðingur í Mjólkárvirkjun, vatnsaflsstöð Orkubús Vestfjarða. Einnig hefur hann verið á sjó sem vélstjóri og einnig sem vélvirki/stálsmiður hjá ýmsu verkstæðum og vélsmiðjum. 

Mynd3.png
Mynd2.png
Mynd1.jpg
Mynd4.png